Þann 17.júní hefjast hátíðarhöld á Sauðárkróki með messu kl.11
Félagar úr kirkjukórnum leiða söng og syngja alla fallegu ættjarðarsálmana sem okkur þykir svo vænt um. Organisti Rögnvaldur Valbergsson og prestur sr.Sigríður Gunnarsdóttir.
Verið velkomin til kirkjunnar á þjóðhátíðardegi Íslendinga!