Næsta sunnudag, þann 4. október verður sunnudagaskóli kl.11. Umsjón hafa Guðrún, Guja og Pála, ásamt Rögnvaldi við píanóið.
Almenn guðsþjónusta kl. 14
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir sönginn undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Boðið er upp á kaffi og kleinur í safnaðarheimilinu að messu lokinni. Verið hjartanlega velkomin til þátttöku í helgihaldi kirkjunnar!