Nú hefur ljós verið tendrað á krossinum á Nöfunum og minnir okkur á að senn gengur aðventan í garð.
Sunnudaginn 29. nóvember tökum við á móti aðventunni gleði í hjarta því að Drottinn kemur, en aðventa merktir einmitt koma og það er sjálfur frelsari okkar Jesús Kristur sem kemur til okkar á jólaháíðinni.
Sunnudagaskóli kl.11
Hátíðarmessa kl.14
Við fögnum aðventunni með hátíðarmessu og syngjum messu með tónlagi sr. Bjarna Þorsteinssonar. Kirkjukórinn leiðir söng, fermingarbörn lesa ritningarlestra og Rögnvaldur situr við orgelið.
Eftir messu býður Kvenfélag Skarðshrepps upp á aðventukaffi af sínum alkunna rausnarskap.
Undirbúum okkur í sál og sinni fyrir komu jólanna og sjáumst í kirkjunni!