Barnastarfið fer á fulla ferð í þessari viku og verður með sama sniði og fyrir áramót.
Sunnudagaskóli er kl.11 alla sunnudaga. Nýtt og spennandi efni, mikill söngur og gaman fyrir yngstu börnin. Umsjón hafa Guðrún Björnsdóttir, Guðríður Tryggvadóttir og Pála Margrét Gunnarsdóttir, Rögnvaldur Valbergsson sér um undirleik.
Prakkarar, kirkjustarf fyrir 6-9 ára börn á fimmtudögum 13.30-14.30 í neðra húsi Árskóla (í samvinnu við Árvist). Umsjón Guðrún Björnsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir
Stubbar, kirkjustarf fyrir 10-12 ára börn á fimmtudögum kl.17.00-18.30 í safnaðarheimilinu. Umsjón hafa Guðrún Björnsdóttir, Guðríður Tryggvadóttir auk aðstoðarleiðtoganna Pálu Margétar Gunnarsdóttur og Ólafar Rúnar Ólafsdóttur.