Í dymbilviku og á páskum er fjölbreytt helgihald í prestakallinu: 
Skírdagur 1. apríl
Ólafur Þórarinsson – Labbi úr Mánum – heldur tónleika í kirkjunni kl. 20.00
Síðustu kvöldmáltíðarinnar minnst með altarisgöngu,
þar sem brauð verður brotið og bergt á vínberjum.
Föstudagurinn langi 2. apríl
Messa kl. 17.00
Píslasagan lesin og Litanía sr. Bjarna Þorsteinssonar flutt.
Pétur Pétursson syngur einsöng.
 
Páskadagur 4. apríl
Hátíðarmessa að morgni páskadags kl. 8.00
Sóknarnefnd býður upp á morgunverðarhlaðborð
í safnaðarheimilinu að messu lokinni.
 
Annar í páskum 5.apríl
Messa í Ketukirkju kl. 14.00
Verið velkomin til þátttöku í helgihaldi safnaðarins.