Sunnudaginn 21.nóvember verður kvöldmessa í Sauðárkrókskirkju kl.20.
Stundum er gott að breyta út af vananum. Þegar dagarnir eru stuttir og kaldir er ekki úr vegi að láta hugann reika til suðrænni landa. Í þessari kvöldmessu fáum við heyra ljúfa tónlist frá Spáni og Suður- Ameríku. Góðir gestir hjálpa til við tónlistarflutning, hin frábæra söngkona Ásdís Guðmundsdóttir og hljóðfæraleikararnir Jóhann og Margeir Friðrikssynir.
Verið hjartanlega velkomin til kirkjunnar!