Aðventuhátíðin verður annan sunnudag í aðventu, 4.desember kl.20. Að venju koma margir að hátíðinni, kirkjukórinn syngur jólasálma undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar, yngstu börnin úr skólakór Árskóla flytja nokkur lög, stjórnandi þeirra er Íris Baldvinsdóttir og börn úr Stubbastarfinu koma fram.
Skátar koma með friðarlogann frá Betlehem og tendra ljós á aðventukransinum. Arnrún Halla Arnórsdóttir flytur hugvekju. Eftir stundina í kirkjunni er kirkjugestum boðið upp á heitt súkkulaði og piparkökur í safnaðarheimilnu.
Verið hjartanlega velkomin!