Í kvöld kl.20 verður fyrirlestur í safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju þar sem sr. Sigfinnur Þorleifsson sjúkrahússprestur fjallar um sorg og sorgarviðbrögð. Aðventan og jólin eru erfiður tími fyrir þau sem misst hafa ástvin. Sigfinnur er einn af okkar reynslumestu sálgæsluprestum og hefur m.a. kennt við Háskólann til margra ára. Fyrirlesturinn er opinn og aðangur ókeypis, heitt á könnunni.