Sunnudaginn 21.apríl verður messa kl.11.
Sauðkrækingar eiga von á góðum gestum en hópur fólks úr Seltjarnarnesssöfnuði verður á ferð um Skagafjörð um helgina. Sr.Bjarni Þór Bjarnason prédikar og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukór Sauðárkróks leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Friðrik Vignir Stefánsson organisti Seltjarnarneskirkju verður einnig með í för og spilar ásamt Rögnvaldi.
Tilefni ferðarinnar er að koma á vinatengslum milli safnaðanna tveggja, Sauðárkróks og Seltjarnarness og verður það gert með formlegum hætti í lok messu. Vænta báðir söfnuðir þess að eiga gott og gefandi samstarf í framtíðinni.
Fjölmennum til messu og tökum fagnandi á móti góðum gestum!