Um næstu helgi verður aðventuhátíð í Skagaseli á laugardegi 6. desember, kl.14.
Þar verður ræðumaður sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir víglsubiskup á Hólum og einsöng syngur Guðrún Helga Jónsdóttir, við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Þetta er sameiginlega aðventuhátíð fyrir Hvamms- og Ketusókn og að sjálfsögðu eru allir velkomnir!
Sunnudaginn 7. desember er sunnudagaskóli kl.11 og aðventuhátíð kl.20.
Þar verður ræðumaður Halla Rut Stefánsdóttir guðfræðingur úr Varmahlíð. Kirkjukórinn og Árskólakórinn syngja fallega jólasöngva. Börn úr 10-12 ára starfinu leika helgileik. Verið velkomin til kirkjunnar!