Sunnudaginn 20. september verður sunnudagaskólinn á sínum stað kl.11. Þar taka Fanney Rós og Sigrún Fossberg á móti börnum og fullorðnum og Rögnvaldur spilar á píanóið.
Eftir hádegið er messa kl.14. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar organista. Eftir messuna verður boðið upp á kaffisopa og djús í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin til kirkjunnar á þessum fallega sunnudegi!