Fyrir jólin er góður og fallegur siður að tendra ljós á leiðum ástvina.
Á þessari aðventu mun Steinn Ástvaldsson aðstoða fólk við uppsetningu ljósakrossa í kirkjugarðinum. Hann verður í garðinum dagana 1.-6. desember kl.13-15 og er fólk beðið að koma með sína krossa á þeim tímum.
Gjald fyrir hvern kross verður 1000 krónur og tekið við greiðslum á staðnum (engin kort). Einnig verður hægt að leggja inn á reikning í Arionbanka (0310-26-478, kt.560169-7659), munið að taka fram í skýringu fyrir hvern er lagt inn.
Hægt er ná í Stein í síma 891 9174.