Sæluvikan, árleg menningarhátíð Skagfirðinga, hefst næsta sunnudag. Í áratugi hefur kirkjukór Sauðárkróks haldið kirkjukvöld á mánudagskvöldi í sæluviku, sem ber upp á 25. apríl og verður kl. 20.
Kórinn syngur lög úr ýmsum áttum undir stjórn orgnistans Rögnvaldar Valbergssonar og gítarleikarinn Fúsi Ben mun einnig spila undir. Gestasöngvari með kórnum er söngkonan góðkunna Kristjana Arngrímsdóttir. Ræðumaður kvöldins er Eyþór Árnason skáld og listamaður frá Uppsölum og kynnir er Pétur Pétursson, formaður sóknarnefndar og Álftagerðisbróðir.
Aðgangseyrir er aðeins krónur 2000 og athugið að ekki er tekið við kortum.
Verið velkomin!