Næsta sunnudag, kl.11 hefur sunnudagaskólinn göngu sína að nýju eftir sumarfrí.
Umsjón hafa Sigrún Fossberg og Rögnvaldur Valbergsson sem er við píanóið og þeim til aðstoðar er Halldóra Heba Magnúsdóttir. Gæðastund fyrir yngstu börnin, þar sem blandað sem saman söng, fræðslu, biblíusögum og bænum.
Messa kl.14. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar organista. Fermingarbörn lesa ritningarlestra og eftir messu er boðið upp á kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimilinu.
Verið velkomin til kirkjunnar!