Næsta sunnudag, 30. október, verður sunnudagaskóli kl. 11. Gæðastund fyrir yngri börnin.
Um kvöldið verður hringt til óhefðbundinnar kvöldmessu, kl. 20.
Messan er tileinkuð Elvis Presley og öll lögin sem flutt verða eru þekkt í flutningi konungs rokksins. Kirkjukórinn syngur og fær til liðs við sig gestasöngvara, þau Írisi Olgu Lúðvíksdóttur og Ægi Ásbjörnsson. Undirleik annast Jóhann og Margeir Friðrikssynir, Fúsi Ben og síðast en ekki síst Rögnvaldur Valbergsson organisti.
Verið velkomin!