Senn fer safnaðarstarf vetrarins að rúlla af stað í Sauðárkrókskirkju.
Mömmumorgnar
Tólf sporin
Ef næg þátttaka fæst hefst Tólf spora starf í september.
Tólf spora starfið er andlegt ferðalag, sjálfsstyrking sem byggist á því að vinna með sjálfa(n) sig en jafnframt að gefa og þiggja í hópi. Ekki er gengið út frá því að þátttakendur eigi við nein sértæk vandamál að stríða heldur er um að ræða almenna uppbyggingu í því skyni að kynnast sínum innri manni nánar og geta þannig betur tekist á við viðfangsefni og áskoranir lífsins. Tólf spora starfið er 30 vikna ferli en fyrstu skiptin er hægt að koma og kynna sér ferlið án skuldbindinga um áframhaldandi þátttöku. Fyrsti fundur verður mánudagskvöldið 10. september, kl.19.30 í safnaðarheimilinu. Nánar má lesa sig til á heimasíðu Vina í bata, www.viniribata.is.