Nú er ekki seinna vænna en skrá fermingarbörn næsta vors í fræðsluna og ferðalag. Þegar hefur verið dreift skráningarblöðum til 7.bekkinga sem foreldrar eru beðin að útfylla samviskusamlega og skila til sóknarprests eða á skólaslitum á föstudag.
Að vanda verður fermingarstarfið hafið með fimm daga ferð í Vatnaskóg. Lagt verður af stað að morgni mánudags 31.ágúst og komið tilbaka síðdegis föstudaginn 4. september. Í skóginum verður blandað saman fræðslu, helgihaldi, leik og útivist en fyrir þau sem ekki vita er Vatnaskógur við Eyrarvatn í Svínadal í Hvalfjarðarsveit, skammt frá Hótel Glym. Héraðssjóður Skagafjarðarprófastdæmis og Sauðárkrókssókn greiða niður ferðina að hluta en hvert fermingarbarn borgar 14.000 krónur. Innifalið í því verði er fullt fæði og ferðir. Ef einhver er þarf á fjárhagsaðstoð að halda er viðkomandi beðinn að hafa samband við Sigríði, í síma 862 8293 eða tölvupósti sigridur.gunnarsdottir@kirkjan.is
Sömu fermingardagar verða í boði og undanfarin ár, þ.e pálmasunnudagur sem ber upp á 28.mars og laugardagur eftir páska 10.apríl.
Hlakka til að kynnast nýjum árgangi og nýjum foreldrum:-)