Næsta sunnudag þann 27. febrúar verður sunnudagaskóli kl.11 og kvöldmessa kl. 20.30.
Í messunni verður öll tónlist eftir austuríska tónskáldið Franz Schubert sem flestir kannast við. Franz Schubert fæddist 1797 og lést langt um aldur fram 1828. Þrátt fyrir stutta ævi samdi hann um 600 söngljóð, níu sinfóníur, kirkjulega tónlist, óperur, kammerverk og einleiksverk fyrir píanó. Hann er líklega þekktastur fyrir sönglög s.s Vetrarferðina og sinfóníur sínar. Schubert bjó lengst af ævinnar í Vínarborg en hann stríddi við mikil veikindi síðustu æviár sín og lést langt fyrir aldur fram. Unnendur klassískrar tónlistar ættu ekki að láta þessa messu framhjá sér fara. Verið hjartanlega velkomin.