Um árabil hafa verið haldnir tónleikar í Sauðárkrókskirkju að kvöldi skírdags, þar sem einhver þekktur söngvari stígur á stokk og lætur ljós sitt skína. Í ár er það söngvaskáldið Svavar Knútur sem reyndar ættaður út að austan. Svavar Knútur hefur getið sér gott orð fyrir persónulegan flutning og túlkum á ýmsum lögum og plötur hans hafa fengið góðar viðtökur. Hér má sjá Svavar Knút flytja lag eftir Bergþóru Árnadóttur Frá liðnu vori: http://www.youtube.com/watch?v=2FRCY9iojog
Tónleikarnir hefjast kl.20.30
Í hléi verður atburða skírdagskvölds minnst og altarisganga þar sem brauð úr Sauðárkróksbakaríi verður brotið og bergt á vínberjum.
Aðgangur er ókeypis og þú ert hjartanlega velkomin.