Næsta sunnudag, þann 13. nóvember, sem er kristniboðsdagurinn er sunnudagaskóli í kirkjunni kl.11. Þar taka Guja, Fanney Rós og Rögnvaldur á móti börnum á öllum aldri sem syngja, fræðast og biðja saman.
Þennan sama dag fara kirkjukórinn og sóknarprestur í messuferð til Siglufjarðar þar sem messað er kl.14. Í nokkur ár hafa söfnuðirnar á Sauðárkróki og Siglufirði heimsótt hvorn annan, annað hvort ár. Þetta er góð hefð sem brýtur upp starfið og eflir vinabönd milli byggðalaga.