Nú um helgina verður atvinnulífssýningin „Lífsins gæði og gleði“ í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Sauðárkrókskirkja verður þar með bás í tilefni þess að í desember komandi eru 120 ár frá víglsu kirkjunnar. Sæluvikan er hápunktur menningarlífs í Skagafirði og hefst á sunnudaginn 29.apríl. Þann dag er messa kl.11 í Sauðárkrókskirkju og verður fermd ein stúlka, Kolbrún Ósk Hjaltadóttir.
Árlegt kirkjukvöld kirkjukórsins er svo á mánudaginn 30.apríl kl.20.30. Einsöngvari með kórnum er Helga Rós Indriðadóttir, ræðumaður kvöldsins er Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og kynnir Pétur Pétursson, sóknarnefndarmaður og Álftagerðisbróðir.
Mikið um að vera í kirkjulífinu, verið velkomin til messu, á kirkjukvöld og atvinnulífssýninguna.