Sunnudaginn 17.mars sem er 5.sunnudagur í föstu verður sunnudagaksólinn á sínum stað kl.11. Umsjón hafa Guja, Fanney Rós og Rögnvaldur verður við píanóið. Takið eftir að þetta er síðasti sunnudagaskóli vetrarins því senn líður að fermingum og kyrruviku og páskahátíðinni.
Messa kl.14. Kirkjukórinn leiðir söng við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar organista, sr.Sigríður Gunnarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörn lesa ritningarlestra. Kaffi, djús og kleinur í safnaðarheimilnu eftir messu. Verið velkomin til kirkjunnar!