Nú er haustið komið á Krókinn. Eins og undanfarið hefur hin geðþekka Guðríður Helga Tryggvadóttir umsjón með sunnudagaskóla og barnastarfi. Henni til aðstoðar verða Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir, Fanney Rós Konráðsdóttir og tveir nýir leiðtogar Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir og Kolfinna Einarsdóttir og eru þær boðnar velkomnar í hópinn. Öll börn eru að sjálfsögðu velkomin og við kynnum með stolti uppbyggilegt og skemmtileg starf :
Sunnudagaskóli kl.11, alla sunnudaga. Umsjón hafa Guðríður Helga, Fanney Rós og Rögnvaldur er við hljóðfærið. Mikill söngur, fræðsla og gleði. Gæðastund fyrir yngstu kynslóðina.
Opið hús fyrir foreldra er kl.10-12, alla þriðjudaga. Kaffi, samvera og fræðsla í bland.
Prakkarar (1.-4. bekkur), alla mánudaga kl.17-18. Barnastarf fyrir 6-9 ára börn. Umsjón hafa Guðríður Helga, Fanney Rós, Gunnhildur Dís og Hólmfríður Sylvía. Margt til gamans gert, farið í leiki, föndrað og fræðst um trúna. Fyrsti fundur 30. september.
Stubbar (5.-7. bekkur) alla fimmtudaga, kl.17.-18.15. Barnastarf fyrir 10-12 ára börn. Margt til gamans gert, farið í leiki, föndrað og fræðst um trúna. Farið verður á TTT mót að Löngumýri í lok annar. Umsjón hafa Guðríður Helga, Anna Jóna, Gunnhildur Dís og Kolfinna. Fyrsti fundur 26.september.