Æðruleysismessa
Síðasta sunnudag mánaðarins brjótum við gjarnan upp messuformið. Í mars verður boðið upp á æðruleysismessu, sunnudaginn 30.03, kl.17.
Létt tónlist, ma. munu fermingarstúlkur stíga á stokk, Íris Baldvinsdóttir og Erna Rut syngja. Flutt verður stutt hugleiðing og vitnisburður 12 spora konu. Þessi messa er ekki síst ætluð þeim sem eru handgengin 12 sporum sem og öllum öðrum áhugasömum. Verið velkomin!