Þann 17. apríl að kvöldi skírdags er boðið til tónleika í Sauðárkrókskirkju kl.20. Að þessu sinni syngur frábær söngkona, Þórhildur Örvarsdóttir. Hún kemur frá Akureyri, þar sem hún er söngkennari við Tónlistarskóla Akureyrar og Tónræktina. Hún hefur verið virk í sönglífi norðan heiða og víðar til margra ára. Efnisskráin er fjölbreytt en Þórhildur er jafnvíg á klassík og popptónlist. Í hléi verður minnst atburða skírdagskvöld með altarisgöngu þar sem brauð frá Róbert bakara verður blessað ásamt suðrænum vínberjum. Aðgangur er ókeypis eins og öll velkomin til notalegrar stundar í kirkjunni.
Hér má hlusta á Þórhildi syngja, en hún hefur sungið lög eftir Atla Örvarsson, í nokkrum Hollywood myndum: