Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl.11, alla sunnudaga í vetur. Eins og áður verður mikill söngur, fræðsla og gleði. Umsjón hafa þrjár ungar og duglegar stúlkur: Fanney Rós Konráðsdóttir, Hólmfríður Sylvía Björnsdóttir og Kolfinna Einarsdóttir. Um undirleik á píanóið sér Rögnvaldur Valbergsson organisti.
Efnið er að þessu sinni einstaklega áhugavert. Í upphafi fá öll börnin plakat til að hengja upp við rúmið sitt og safna svo límmiðum með bænaversum á, einum á hverjum sunnudegi sem þau svo líma á plakatið sitt heima. Þannig geta börnin lært með auðveldum hætti bænir sem margar hverjar hafa fylgt þjóðinni kynslóð fram af kynslóð og er ómetanlega dýrmætt fyrir hverja kristna manneskju að kunna. Lengi býr að fyrstu gerð.
Verið velkomin með börnin í sunnudagaskólann!