Næsta sunnudag, 15. nóvember, er sunnudagaskóli kl.11 og messa kl. 14.
Við fáum góða gesti frá Hvammstanga sem messa með okkur, það er kirkjukór Hvammstanga undir stjórn Pálínu F. Skúladóttur organista og sóknarpresturinn sr. Magnús Magnússon sem prédikar. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari og fermingarbörn lesa ritningarlestra. Eftir messuna verður boðið upp á kaffi og með því í safnaðarheimilinu. Verið velkomin til messu og tökum vel á móti vinum okkar að vestan!