Senn líður að fermingum og öll fermingarbörn velja sér ritningarorð úr Biblíunni til að gera að sínum einkunnarorðum á fermingardaginn. Hér koma fjölmargar tillögur:

Ritningarvers

Nýja testamentið

  • Sæl eru fátæk í anda því að þeirra er himnaríki. Mt. 5.3
  • Sæl eru hógvær því að þau munu jörðina erfa. Mt. 5.5
  • Sæl eru þau sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu því að þau munu södd verða. Mt 5.6
  • Sæl eru miskunnsöm því að þeim mun miskunnað verða. Mt. 5.7
  • Sæl eru hjartahrein því að þau munu Guð sjá. Mt. 5.8
  • Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Mt. 5.9
  • Líkist þeim ekki. Faðir yðar veit hvers þér þurfið áður en þér biðjið hann. Mt. 6.8
  • Biðjið, og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Mt. 7.7
  • Allt sem þið viljið að aðrir menn geri yður, það skuluð þér og þeim gera. Því að þetta er lögmálið og spámennirnir. Mt. 7.12
  • Komið til mín, öll þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðin, og ég mun veita yður hvíld. Mt. 11.28
  • Sjá þjón minn sem ég hef útvalið, minn elskaða sem ég hef velþóknun á. Ég mun láta anda minn koma yfir hann og hann mun boða þjóðunum rétt. Mt. 12.18
  • Á nafn hans munu þjóðirnar vona. Mt. 12.21
  • Símon Pétur svarar: Þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs. Mt. 16.16
  • Og Jesús kom til þeirra, talaði við þá og sagði: Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Mt. 28.18
  • En Jesús sagði: Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi því að slíkra er himnaríki. Mt. 19.14
  • Sá mesti meðal yðar sé þjónn yðar. Mt. 23.11
  • Hver sem upp hefur sjálfan sig mun auðmýktur verða, en sá sem lítillækkar sjálfan sig mun upp hafinn verða. Mt. 23.12
  • Vakið því, þér vitið eigi hvaða dag Drottinn yðar kemur. Mt. 24.42
  • Jafnskjótt hrópaði faðir sveinsins: Ég trúi, hjálpa þú vantrú minni. Mk. 9.24
  • Hver sem tekur við einu slíku barni í mínu nafni tekur við mér, og hver sem tekur við mér tekur ekki aðeins við mér heldur og við þeim er sendi mig. Mk. 9.37
  • Guði er enginn hlutur um megn. Lk. 1.37
  • Lofaður sé Drottinn, Guð Ísraels, því að hann hefur vitjað lýðs síns og búið honum lausn. Lk. 1.68
  • En ég segi yður er á mig hlýðið: Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott sem hata yður. Lk. 6.27
  • Verið miskunnsöm eins og faðir yðar er miskunnsamur. Lk. 6.36
  • Og Jesús sagði við alla: Hver sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér. Lk. 9.23
  • Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en týna eða glata sjálfum sér? Lk. 9.25
  • Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Lk. 12.34
  • Hann mælti: Það sem mönnum er um megn, það megnar Guð. Lk. 18.27
  • Nú talaði Jesús aftur til þeirra og sagði: Ég er ljós heimsins. Sá sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkri heldur hafa ljós lífsins. Jh. 8.12
  • Ég er góði hirðirinn. Góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina. Jh. 10.11
  • Jesús mælti: Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Jh. 11.25
  • Trúið á ljósið meðan þér hafið ljósið svo að þér verðið börn ljóssins. Jh. 12.36
  • Jesús segir við hann: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig. Jh. 14.6
  • Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. Jh. 14.15
  • Ég lifi og þér munuð lifa. Jh. 14.19
  • Þetta er mitt boðorð, að þér elskið hvert annað eins og ég hef elskað yður. Jh. 15.12
  • Þér eruð vinir mínir ef þér gerið það sem ég býð yður. Jh. 15.14
  • En þeir sögðu: Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. Post. 16.31
  • Sælla er að gefa, en þiggja. Post. 20.35
  • Við vitum að þeim sem Guð elska samverkar allt til góðs, þeim sem hann hefur kallað samkvæmt ákvörðun sinni. Róm. 8.28
  • Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. Róm. 12.9
  • Verið ekki hálfvolg í áhuganum, verið brennandi í andanum. Þjónið Drottni. Róm. 12.11
  • Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni. Róm. 12.12
  • Fagnið með fagnendum, grátið með grátendum. Róm. 12.15.
  • Gjaldið engum illt fyrir illt. Róm. 12.17
  • Guð vonarinnar fylli yður öllum fögnuði og friði í trúnni svo að þér séuð auðug að voninni í krafti heilags anda. Róm 15.13
  • En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. 1.Kor. 13.13
  • Drottinn er andinn og þar sem andi Drottins er, þar er frelsi. 2.Kor. 3.17.
  • Með því að trúa á Krist Jesú eruð þið öll Guðs börn. Gal. 3.26
  • Berið hvert annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Gal. 6.2
  • Sá sem þykist vera nokkuð en er þó ekkert blekkir sjálfan sig. Gal. 6.3
  • Þreytumst ekki að gera það sem gott er því að á sínum tíma munum við uppskera ef við gefumst ekki upp. Gal. 6.9
  • Verið með sama hugarfari sem Kristur Jesús var. Fil. 2.5
  • Verið ávallt glöð í Drottni. Ég segi aftur: Verið glöð. Fil. 4.4.
  • Ljúflyndi ykkar verði kunnugt öllum mönnum. Drottinn er í nánd. Fil. 4.5
  • Allt megna ég fyrir hjálp hans sem mig styrkan gerir. Fil. 4.13
  • Þið hafið tekið á móti Kristi, Drottni Jesú. Lifið því í honum. Kól. 2.6
  • Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb. 13.8
  • Ef við játum syndir okkar þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. 1.Jóh. 1.9
  • Sá sem ekki elskar þekkir ekki Guð því að Guð er kærleikur. 1.Jóh. 4.8

 

Gamla testamentið

 

  • Í upphafi skapaði Guð himin og jörð. 1. Mós. 1.1.
  • En þú, Drottinn, ert skjöldur minn, sæmd mín og lætur mig bera höfuðið hátt. Sl. 3.4
  • Í friði leggst ég til hvíldar og sofna því að þú einn, Drottinn, lætur mig hvíla óhultan í náðum. Sl. 4.9
  • Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll máttarverk þín. Sl. 9.2
  • Þeir sem þekkja nafn þitt treysta þér því að þú, Drottinn, bregst ekki þeim sem til þín leita. Sl. 9.11
  • Varðveit mig, Guð, því að hjá þér leita ég hælis. Sl. 16.1
  • Varðveit mig sem sjáaldur augans, fel mig í skugga vængja þinna. Sl. 17.8
  • Vegur Guðs er lýtalaus, orð Drottins er hreint, skjöldur er hann öllum þeim sem leita hælis hjá honum. Sl. 18.31.
  • Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Sl. 23.1
  • Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Sl. 23.4
  • Vísa mér vegu þína, Drottinn, kenn mér stigu þína. Sl. 25.4
  • Í þínar hendur fel ég anda minn, þú frelsar mig, Drottinn, þú trúfasti Guð. Sl 31.6
  • Engill Drottins setur vörð kringum þá sem óttast hann og frelsar þá. Sl. 34.8
  • Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá. Sl. 37.5
  • Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Sl. 46.2
  • Skapa í mér hreint hjarta, ó Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda. Sl. 51.12
  • Þú ert kraftur minn, þér fel ég mig því að Guð er vígi mitt. Sl. 59.10
  • Vísa mér veg þinn, Drottinn, að ég gangi í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að ég tigni nafn þitt. Sl. 86.11
  • Því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Sl. 91.11
  • Því að Drottinn er góður, miskunn hans varir að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns. Sl. 100.5
  • Hann fyrirgefur allar misgjörðir þínar, læknar öll þín mein. Sl 103.3
  • Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Sl. 119.9
  • Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Sl. 119.10
  • Drottinn er hlutskipti mitt, ég hef ákveðið að halda boð þín. Sl. 119.57
  • Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum. Sl. 119.89
  • Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sl. 119.105
  • Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Sl. 121.2
  • Drottinn er vörður þinn, Drottinn skýlir þér, hann er þér til hægri handar. Sl. 121.5
  • Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu, hann mun vernda sál þína. Sl. 121.7
  • Drottinn, vertu góðum góður og þeim sem hjartahreinir eru. Sl. 125.4
  • Kenn mér að gera vilja þinn, því að þú ert Guð minn, þinn góði andi leiði mig um slétta braut. Sl. 143.10
  • Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolinmóður og mjög gæskuríkur. Sl. 145.8
  • Drottinn er réttlátur á öllum vegum sínum og miskunnsamur í öllum verkum sínum. Sl. 145.17
  • Drottinn styður alla þá sem ætla að hníga og reisir upp alla niðurbeygða. Sl. 145.14
  • Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður, vinsældir eru betri en silfur og gull. Ok. 22.1
  • Hann veitir kraft hinum þreytta og þróttlausum eykur hann mátt. Jes. 40.29
  • Því að ég, Drottinn, er Guð þinn, ég held í hægri hönd þína og segi við þig: Óttast eigi, ég bjarga þér. Jes. 41.13
  • Leitið Drottins meðan hann er að finna, ákallið hann meðan hann er nálægur. Jes. 55.6
  • Því að ég þekki sjálfur þær fyrirætlanir sem ég hefi í hyggju með yður, segir Drottinn, fyrirætlanir til heilla en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. Jer. 29.11