Fimmtudaginn 5. maí sem er uppstingningardagur verður messa kl.11 í Sauðárkrókskirkju.
Við fáum góðan gest til að prédika, sr. Karl Sigurbjörnsson biskup og sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Kirkjukórinn leiðir söng og Rögnvaldur Valbergsson verður við orgelið. Eftir messuna verður boðið upp á súpu og brauð í safnaðarheimilinu.
Uppstingingardagur er tileinkaður öldruðum í kirkjunni og því eru eldri borgarar sérstaklega boðnir velkomnir.
Hlökkum til að sjá ykkur!
.