Næsta sunnudag hringja kirkjuklukkurnar til messu kl.20.
Gott er að koma til kirkju á sumarkvöldi, hlusta á orð Guðs í tali og tónum. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Rögnvaldar Valbergssonar organista. Sr. Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar.
Fermingarbörn vorsins 2017 ásamt forráðamönnum boðin sérstaklega velkomin. Stuttur fundur eftir messuna um fermingarnámskeiðið í Vatnaskógi sem verður dagana 15.-19. ágúst.
Verið velkomin til kirkju.
Sóknarprestur
„Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki.! (Jes 42.3a)